Á DV.is 29.apríl birtist viðtal við Arnar Rafn Birgisson, framkvæmdastjóra Kjaran og ræddi hann tískuna í gólfheiminum.
Tískan í gólfefnum er alltaf að breytast. Á heimilum landsmanna hafa parket og steinn notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi og litbrigði og form þessara efna hafa verið í stöðugri þróun. Kjaran ehf. er heildverslun með gólfefni og skrifstofutæki. Fyrirtækið á sér langa sögu sem hófst þegar heildverslun Magnúsar Kjaran var stofnuð árið 1930 og er hún því með elstu heildsölum landsins.
„Gólfefni er ein aðalvaran okkar,“ segir Arnar R. Birgisson framkvæmdastjóri. Hann segir að mikil reynsla og þekking hafi myndast hjá fyrirtækinu á þessum tíma og starfsmenn þess sinni þörfum og óskum viðskiptavina af fagmennsku.“
Nýjustu form steingólfa eru lökkuð flotuð gólf, en útlit þeirra er grátt og hrátt og þau falla vel að tísku dagsins. Að sögn Arnars er spennandi nýjung hjá fyrirtækinu. „Það er BetonDesign frá hollenska fyrirtækinu Eurocol sem inniheldur öll nauðsynleg efni til að fullvinna flotað og lakkað steingólf og við bjóðum upp á átta litbrigði. Við höfum árum saman selt undirlags- og viðgerðarefni frá Eurocol og þau eru þekkt á meðal fagmanna hér á landi sem fyrsta flokks vara.
Fréttina má sjá í heild sinni dv.is HÉR