Í Fréttatímanum 11.mars var sérblað um heimili og hönnun. Þar má finna viðtal við Arnar Rafn Birgisson, framkvæmdastjóra Kjaran.
Bylting í vinyldúkum
Mesta söluaukningin í gólfefnum undanfarin ár hefur verið í vinyldúkum en úrvalið af þeim er stórgott og gæðin mjög mismunandi. Harðparket og vinylflísar tilheyra þessum flokki gólfefna. „Framleiðsla þessara efna hefur tekið stórstígum framförum og náttúrulegt útlit þeirra er oft á tíðum það gott að þú verður að snerta gólfið til þess að vita hvort efnið er vinyll, náttúrulegur steinn eða tré. Slík vinylefni eru kærkominn valmöguleiki fyrir þá sem geta ekki, aðstæðna vegna, verið með náttúrulegt parket á gólfum, til dæmis vegna vatnsbleytu og annarra óhreininda sem berast utan af götu,“ segir Arnar.
Sjá viðtal í heild sinni á heimasíðu Fréttatímans hér