BetonDesign er gólf- og veggefni sem fæst í átta steinsteypugráum tónum – dökkum og ljósum – köldum og hlýjum. Útlitið er nútímalegt og fer vel með viðarinnréttingum, gleri, vefnaði og jafnvel gróðri.
BetonDesing gólf- og veggfletir eru lokaðir fyrir óhreinindum, slitsterkir og þægilegir í þrifum.
BetonDesign er eins-þátta efni, tilbúið til notkunar beint úr umbúðunum. Eftir að hafa verið borið á í tveimur umferðum er efnið lakkað.
BetonDesign er á sama tíma einfalt í notkun og fjölbreytilegt í útliti. Útlitið ræðst af gerð múrspaða og handbragði þess sem heldur á múrspaðanum. Útkoman getur þannig orðið fínleg eða gróf, einsleit eða full af skörpum skilum. Gegnumsneitt má þó segja að dökku litirnir sýni grófari áferð, en þeir ljósari mun mildari og einsleitari útkomu.
Hafðu samband við sölumann í síma 510-5510 eða sendu tölvupóst gb@kjaran.is