Hvert litanúmer í Marmoleum Real vörulínunni samanstendur af 2 til 5 litbrigðum sem saman mynda marmaraáferð í fjölbreyttum tónum. Linoleumdúkar með hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi áratugum saman. Dúkarnir hafa sannað gildi sitt við krefjandi aðstæður eins og á sjúkrahúsum, í skólabyggingum og félagslegu íbúðarhúsnæði fyrir stúdenta og ellilífeyrisþega.
Linoleumdúkar framleiddir úr náttúrulegum efnum á mjög vistvænan hátt. Dúkarnir hafa hljóðdempandi eiginleika og eru hlýir undir fæti og henta því vel sem gólfefni fyrir heimili. Rannsóknir sýna að linoleumdúkar eru mjög hagkvæmir þegar litið er til fjárfestingar- og viðhaldskostnaðar á líftíma gólfefnisins.