LiquidDesign er nýjung í flóru gólfefna, fljótandi tveggja-þátta efni, mjúkt og umhverfisvænt. Viðkoman er hlý, útlitið náttúrulegt, gólfefnið er samskeytalaust og litir í boði eru 32 talsins.
LiquidDesign er hannað fyrir hótel, veitingastaði, verslanir, heimili og skrifstofuhúsnæði, en síður fyrir kalt iðnaðarhúsnæði, verksmiðjugólf eða vörhús.
LiquidDesign er mjög frábrugðið hefðbundnum fljótandi gólfefnum, eins og PU og epoxy. Efnið er umhverfisvæn fljótandi blanda korks, línolíu og fjölliða sem framleiddar eru af lifandi verum (biopolymers), allt saman endurvinnanleg efni.