Prent+ er þjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja hagræða í rekstri prentumhverfis. Við aðstoðum þig við val á hagkvæmasta prentbúnaði í samræmi við kröfur.
Hagræðing …
Við aðstoðum þig við val á hagkvæmasta prentbúnaði í samræmi við kröfur um afköst, fjárfestingar- og rekstrarkostnað. Óhagkvæm prenttæki eru tekin úr umferð. Prentumsjónarkerfi stýrir útprentunum á hagkvæmustu tæki sem völ er á á hverri starfsstöð. Prentreglur ráða því hvort tiltekin skjöl eru prentuð í lit eða svörtu.
Öryggi ..
Skjöl prentast ekki út fyrr en starfsmenn auðkenna sig við prentara, annaðhvort með auðkenniskorti eða notendanafni og lykilorði. Útprentanir liggja því aldrei ósóttar við prentara. Ef prentari bilar er mjög auðvelt að ræsa útpretun skjala á hvaða prentara sem er sem tengdur er prentumsjónarkerfinu.
Eftirlit …
Prentumsjónarkerfi skráir allar útprentanir, hver prentar, hvað er prentað, hvenær það er prentað og hvar. Prentumsjónarkerfi heldur utan um prentkostnaði fyrir hverja útprentun. Skýrslur sýna samandreginn kostnað fyrir hvern prentara, starfsmann eða deild. Aukin yfirsýn gefur stjórnendum færi á enn meiri hagræðingu. Virkt aðhald eykur kostnaðarvitund starfsmanna og leiðir til færri útprentanna.
Umhverfisvernd …
Reynslan hefur sýnt að notkun prentumsjónarkerfa dregur úr fjölda útprentanna um allt að 30%. Það leiðir af sér minni notkun á pappír og prentdufti.
Auk þess ..
Prentumsjónakerfið hefur upp ýmislegt fleira að bjóða, eins og prentun úr snjallsímum og spjaldtölvum. Allir notendur hafa aðgang að sinni prentbiðröð í gegnum vefviðmót og geta fylgst með eigin notkun frá degi til dags og uppsöfnuðum kostnaði þar að lútandi.
Kjaran setur upp prentumsjónarkerfið; og sér um rekstur þess. Engir aðrir prentíjónar eru nauðsynlegir innan fyrirtækisins. Kjaran útvegar allan prentbúnað og sér um viðhald hans og rekstur út samningstímann.
Niðurstaðan er einfaldari rekstur, aukið öryggi, meira aðhald, færri útprentari, minni pappírsnotkun, lægri prentkostnaður og aukin umhverfisvernd
Vinsamlegast hafið samband við söluráðgjafa okkar í síma 510-5520 eða sendu tölvupóst á netfangið [email protected]