Bjóðum fjölbreytt úrval undirlagsefna fyrir gólfdúka, teppi, flísar og lökkuð gólf. Forbo Eurocol BV framleiðir lím, spartl og grunna í verksmiðju sinni í Hollandi, en strangar reglur um umhverfisvernd þar í landi hafa gert það að verkum að Eurocol hefur ávalt verið framarlega í þróun umhverfisvænna undirlagsefna.
514 Eurosafe Lino Plus
Linoleumlím, leysiefnalaust gólflím fyrir lagningu á linoleum í lengjum, flísum, renningum og mósaík. Rakaþolið og með afar sterkt byrjunargrip. Þolir skrifsborðsstóla á hjólum.
- Efnisnotkun : 400-450 gr/m²
- Pakkning: 7 kg / 14kg
- Verkfæri : Límspaði B1
614 Eurostar Lino Plus
Linoleumlím, afar stöðugt í rúmtaki og haggast ekki, gólflím fyrir linoleum í lengjum, flísum, renningum og mósaík. Sterkt byrjunargrip og þolir skrifborðsstóla á hjólum. Mjög gott rakaþol.
Vottun: EC1 – Very low emission / Blaue Engel
- Efnisnotkun : 260-300 gr/m²
- Umbúðir : 11 kg
- Verkfæri : Límspaði B1
646 Eurostar Premium
Rakaþolið lím fyrir linoleum flísar, vinylflísar, gúmmíflísar og teppaflísar með PVC undirlagi. Hentar vel fyrir baðherbergi, þvottahús og andyri, staði þar sem bleyta er oft á gólfi.
Vottun: EC1 – Very low emission
- Efnisnotkun : 250-350 gr/m²
- Pakkning: 12kg
- Verkfæri : Límspaði A3
540 Eurosafe Special
Sérlím, leysiefnalaust gólflím fyrir lagningu á PVC-gólfefnum í lengjum og flísum, mjúku vínyl og gólfteppum með PVC- eða PU-svampgrunni. Hentar einnig við lagningu á flötu gólfefni á borð við gúmmílengjur og gólfefni úr pólýolefine. Lagningu má framkvæma ,,blauta“, ,,hálfblauta“ eða ,,þurra“ eftir límburði og aðstæðum. Þolir skrifborðsstóla á hjólum.
- Efnisnotkun : 250-350 gr/m²
- Umbúðir : 3.6 kg. / 12 kg.
- Verkfæri : Límspaði A2
640 Eurostar Special
Mjög umhverfisvænt og lyktarlaust lím fyrir gólfefni úr PVC og gúmmíi.
Vottun: EC1 Plus – Very low emission + Der Blaue Engel
- Efnisnotkun : 225-275 gr/m²
- Umbúðir : 12 kg
- Verkfæri : Límspaði A2
543 Eurosafe Deco
Hágæðalím fyrir LVT vinylflísar. Borið á með rúllu eða skrúbb. Flísarnar má setja í blautt límið, hálfþornað eða þurrt. Mikil viðloðun. Þolir skrifborðsstóla á hjólum.
- Efnisnotkun : 100-150 gr/m²
- Pakkning: 10 kg
- Verkfæri : Málningarúlla / Skúbbur
960 Europlan Super
Flotspartl
Frábært jöfnunarefni, stórgott sjálfsléttandi flotspartl á steingólf. Mikið pressuþol. Þolir skrifborðsstóla á hjólum. Þykkt umferðar: minnst 2mm – mest 10 mm.
Vottun: EC1 – Very low emission
- Efnisnotkun : 1,5kg/m² per mm
- Pakkning: 23 kg
- Verkfæri : Múrskeið eða tenntur jöfnunarspaði ásamt gaddarúllu. Dælubúnaður.
990 Europlan Direct
Flotspartl
Jöfnunarefni notað án grunns, sjálfsléttandi frábært flotspartl. Oftast hægt að nota án grunns. Þolir skrifborðsstóla á hjólum. Þykkt umferðar: minnst 1mm – mest 20mm.
Vottun: EC1 Plus – Very low emission
- Efnisnotkun : 1,5kg / m² / mm.
- Pakkning: 23 kg
- Verkfæri : Múrskeið eða tenntur jöfnunarspaði ásamt gaddarúllu eða dælubúnaði
945 Europlan Solid
Viðgerðarefni
Fljótþornandi stíft viðgerðarefni til að fylla stórar holur og sprungur í steingólfum. Lágmarksþykkt: 2mm. Hámarksþykkt: 50mm.
Vottun: EC1 Plus – Very low emission
- Efnisnotkun : 1,5kg / m² per mm
- Pakkning: 23 kg
- Verkfæri : Múrskeið
044 Europrimer Multi
Alhliða grunnur
Bætir viðloðun flotefna og múrblandaðs flísalíms við steingólf og anhydrite undirlagsefni. Hentar einnig á viðargólf, malbik, terrazzo, keramikflísar og vatnsþolnar límleyfar.
Vottun: EC1 Plus – Very low emission
- Efnisnotkun : um 50-200 gr/m²
- Pakkning: 10L
- Verkfæri : Svamprúlla / Málningarrúlla / Úðabrúsi
026 Euroblock Multi
Rakagrunnur (DPM)
Lokar á raka í nýsteyptum gólfum. Hentar vel undir allar gerðir gólfefna. Borið á í tveimur til þremur umferðum.
Vottun: EC1 Plus – Very low emission
- Efnisnotkun : 50-75 gr/m²
- Pakkning: 10L
- Verkfæri : Málningarrúlla / Skrúbbur
041 Europrimer EL
Leiðandi grunnur
Til notkunar með leiðandi gólfefnum og leiðandi lími þar sem gólf eru jarðtengd til að losna við stöðurafmagn.
- Efnisnotkun : 120-150 gr/m²
- Pakkning: 10L
- Verkfæri : Málningarúlla
233 Eurocol contact
Fljótþornandi kontaktlím, notað við lagningu á tvílímdum PVC-gólfefnum, gúmmí og plastjöðrum. Hentar auk þess fyrir linoleum, leður, kork, teppi og foam. Grípur strax. Mikill styrkur. Eldfimt.
- Efnisnotkun : 200-250 gr./m²
- Umbúðir : 5L / 10L
- Verkfæri : Spaði A1, bursti.
650 Eurostar Fastcol
Mjög umhverfisvænt kontaktlím fyrir teppi í stigum, tröppunef og vegglista, kork, veggdúka o.fl. Grípur vel. Mikill styrkur.
Vottun: EC1 Plus – Very low emission
- Efnisnotkun : 250 gr/m²
- Pakkning : 7,5 kg
- Verkfæri : Rúlla
Fyrir nánari upplýsingar er best að hafa samband við sölumann í síma 510-5510 eða senda tölvupóst gb@kjaran.is